Viltu hjálpa okkur að ljósleiðaravæða Ísland?

Viltu hjálpa okkur að ljósleiðaravæða Ísland? Við hjá Ljósleiðaranum vinnum við að koma hágæðasambandi til heimila og fyrirtækja. Okkur vantar alltaf gott fólk. Kíktu hér til vinstri til að sjá lausar stöður eða til að senda inn almenna umsókn.

Góð starfskjör

Hjá Ljósleiðaranum færð þú góð starfskjör og allan aðbúnað sem þú þarft. Símar, tölvur, tæki, tól, bílar. Allt til alls. Ljósleiðarinn tekur jafnrétti mjög alvarlega og er auðvitað með jafnlaunavottun.Rækt og mötuneyti

Ljósleiðarinn hefur aðstöðu sína á Bæjarhálsi 1 og þar hefur starfsfólk aðgang að líkamsrækt sem er vel útbúin. Mötuneyti er mannað af fagfólki, við höfum rafmagnshleðslustæði fyrir rafbíla og margt fleira til að auðvelda þér lífið og vinnuna.

Öflugt starfsmannafélag og þéttur hópur

Félagslífið er öflugt og erum við með ýmsa klúbba og aðgang að orlofshúsum Orkuveitunnar. Hjá Ljósleiðaranum starfa um 60 manns. Hópurinn þéttur og tekur vel á móti nýju fólki.

Wow!

Ljósleiðarinn tók þátt í síðasta Wow Cyclothon í fyrsta sinn. Við hvetjum því hjólara sérstaklega til að sækja um hjá okkur ;)

 • Gagnaveita Reykjarvíkur
 • Bæjarhálsi 1
 • 110 Reykjavík
 • Kt: 691206-3780
 • Þjónustusími 5167777
 • Opinn 8:00-17:00 virka daga
 • Bilanavakt 5167777
 • Opin allan sólarhringinn
 • Viltu senda okkur póst
 • gagnaveita@gagnaveita.is
 • Sækja um starf
 • Smelltu hér til að sækja um starf