Sumar: Aðstoðarfólk í eldhús

Við leitum að jákvæðu, rösku og þjónustulunduðu fólki í afleysingar í mötuneyti okkar. Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem felast í undirbúningi á hádegisverði, þrifum, uppvaski, frágangi og fleira. Þú þarft að búa yfir drifkrafti og áhuga á fjölbreyttri og hollri matargerð. Einnig er sveigjanleiki og þjónustulund mikilvægir þættir í starfinu og reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi er æskileg.

 

Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

 

Við tökum jafnréttið alvarlega

  • Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna og hvetjum því jafnt stráka sem stelpur til að sækja um.
  • Við val á nýjum starfsmönnum er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina.

 

Starfstímabilið er frá lok maí og fram í ágúst. Eingöngu er tekið á móti umsóknum á ráðningavef OR, starf.or.is. Einnig er hægt að spyrjast fyrir um störfin gegnum netfangið starf@or.is.

 

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2019.

 

Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. apríl 2019.

Deila starfi