Sumar: Sérverkefni í loftslags- og umhverfismálum

Við leitum að jákvæðu, rösku og þjónustulunduðu fólki í sérverkefni í loftslags- og umhverfismálum hjá samstæðu OR. Áhersla lögð á að greina og miðla upplýsingum um minnkun kolefnisspor rekstursins, um vatnsvernd, ábyrga vinnslu vatns- og jarðhitaauðlinda, umgengi og frágang vegna rasks, meðhöndlun úrgangs ofl.

 

Til að sækja um þarft þú að vera í framhaldsnámi í raunvísindum eða verkfræði og búa yfir útsjónarsemi, sjálfstæði og nákvæmni.

 

Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

 

Við tökum jafnréttið alvarlega

  • Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna og hvetjum því jafnt stelpur sem stráka til að sækja um.
  • Við val á nýjum starfsmönnum er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina.

 

Starfstímabilið er frá lok maí og fram í byrjun september. Eingöngu er tekið á móti umsóknum á ráðningavef OR, starf.or.is. Einnig er hægt að spyrjast fyrir um störfin gegnum netfangið starf@or.is.

 

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2019.

 

Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. apríl 2019.

 

Deila starfi