Sumar: Viðhaldsteymi gönguleiða á Hengilssvæðinu

Við leitum að jákvæðu og framtakssömu starfsfólki með útilífsreynslu í sumarstörf í viðhald gönguleiða 2019.

 

Sem hluti af viðhaldsteymi gönguleiða færðu að vinna út um allan Hengilinn þar sem Orkuveita Reykjavíkur rekur 110 km af merktum gönguleiðum. Vinnan felst í sér t.d. lagfæringar á gönguleiðum, stýring umferðar og hreinsun.

 

Við tökum jafnréttið alvarlega

  • Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna og hvetjum því jafnt stelpur sem stráka til að sækja um.
  • Við val á nýjum starfsmönnum er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina.

 

Til að sækja um þarftu að vera 20 árs á árinu - eða eldri - með þekkingu á útivist.

Starfstímabilið er frá lok maí og fram í ágúst. Eingöngu er tekið á móti umsóknum á ráðningavef OR, starf.or.is. Einnig er hægt að spyrjast fyrir um störfin gegnum netfangið starf@or.is.

 

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2019.

 

Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. apríl 2019.

Deila starfi