Sumar: Rafvirki á Þjónustuvakt

Við leitum að jákvæðri og þjónustulundaðri manneskju í sumarafleysingar með möguleika á hlutastarfi með námi. Viðkomandi starfar í samstilltu teymi iðnmenntaðs starfsfólks á Þjónustuvakt sem sinnir tæknilegri aðstoð við viðskiptavini Orku náttúrunnar, Veitna, Gagnaveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Mosfellsbæjar. Þetta er fjölbreytt og krefjandi starf í margbreytilegu og tæknilegu starfsumhverfi. Ef þú hugsar í lausnum og nýtur þín í samskiptum við fólk hvetjum við þig til að sækja um sumarstarfið.

 

Starfssvið og helstu verkefni:

Á Þjónustuvakt er unnið á vöktum allan sólarhringinn, alla daga ársins, og verkefnin eru mjög fjölbreytt. Fyrirspurnir til okkar eru af ýmsum toga og viðskiptavinir okkar eru alls konar en eiga það sameiginlegt að njóta lífsgæða sem fólgin eru í heitu og köldu vatni, rafmagni, fráveitu og ljósleiðara. Við erum rafbílaeigendum innan handar allan sólarhringinn og hjálpum viðskiptavinum Orku náttúrunnar að nota Hlöður fyrirtækisins. Þú lærir margt af því að vinna með okkur og færð tækifæri til að sýna metnað í starfi.

 

Dæmi um verkefni:

 • Hafa eftirlit með kerfum fyrirtækja OR samstæðunnar
 • Svara tæknilegum erindum viðskiptavina sem upp koma allan sólarhringinn
 • Umsjón með samskiptum við viðskiptavini í gegnum vef og samfélagsmiðla
 • Ábyrgð utan hefðbundins dagvinnutíma svo sem að kalla út bakvakt
 • Sérfræðingur í rafmagni og geta til að þjónusta starfsmenn á vettvangi

 

Hæfnikröfur:

 • Sveinspróf í rafvirkjun
 • Góð tölvukunnátta, fljót(ur) að tileinka sé ný kerfi, þ.e.vera "tölvulæs"
 • Geta skilið og miðlað tæknilegum upplýsingum
 • Reynsla af að hafa starfað sem rafvirki
 • Þjónustulund
 • Jákvæðni
 • Góð enskukunnátta (talað mál)
 • Góð yfirsýn og hæfni til að halda mörgum boltum á lofti í einu

 

Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

 

 

Við tökum jafnréttið alvarlega

 • Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna og hvetjum því jafnt stelpur sem stráka til að sækja um.
 • Við val á nýjum starfsmönnum er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla umsóknina vandlega út.

 

 

Tekið er á móti umsóknum á ráðningavef OR, starf.or.is. Einnig er hægt að spyrjast fyrir um störfin gegnum netfangið starf@or.is.

 

 

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2019.

 

 

Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. apríl 2019.

Deila starfi