Sumar: Þjónustufulltrúi í Þjónustuveri

Við leitum að jákvæðu, rösku og þjónustulunduðu fólki í afleysingar í þjónustuver okkar. Ef þú hefur áhuga á að vinna í margbreytilegu og tæknilegu starfsumhverfi, hugsar í lausnum og nýtur þín í samskiptum hvetjum við þig til að sækja um starfið. Við fögnum umsækjendum sem hafa færni í þriðja tungumáli en gerum sérstaka kröfu um íslensku- og enskukunnáttu.

 

Dæmi um verkefni:

  • Veita ráðgjöf um orkunotkun og leiðbeina viðskiptavinum um hvernig njóta megi gæðanna með umhverfi og hagsýni að leiðarljósi
  • Veita almenna þjónustu sem og tæknilega aðstoð fyrir Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur
  • Veita almenna þjónustu og aðstoð fyrir rafbíla og hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar
  • Leiðbeina og kenna viðskiptavinum á sjálfsafgreiðsluleiðir
  • Svara fyrirspurnum vegna reikninga

 

Við leggjum okkur fram við að nýta kosti upplýsingatækni til að leysa verkefnin.

 

Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

 

Við tökum jafnréttið alvarlega

  • Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna og hvetjum því jafnt stelpur sem stráka til að sækja um.
  • Við val á nýjum starfsmönnum er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina.

 

Starfstímabilið er frá lok maí og fram í ágúst. Eingöngu er tekið á móti umsóknum á ráðningavef OR, starf.or.is. Einnig er hægt að spyrjast fyrir um störfin gegnum netfangið starf@or.is.

 

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2019.

 

Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. apríl 2019.

Deila starfi