Sumar: Tilraunir með blöndun ólíkra jarðhitavökva

Við leitum að jákvæðu, rösku og þjónustulunduðu fólki til að vinna í tilraunum með blöndun ólíkra jarðhitavökva. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt undir leiðsögn sérfræðinga, vera vandvirkur, nákvæmur og hafa bílpróf. Til að sækja um þarft þú að hafa lokið a.m.k. einu ári af háskólanámi í raun- eða tæknivísindum.

Hjá okkur færðu skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og heilsusamlegt vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð.

 

Við tökum jafnréttið alvarlega

  • Við viljum hafa sem fjölbreyttastan hóp starfsmanna og hvetjum því jafnt stelpur sem stráka til að sækja um.
  • Við val á nýjum starfsmönnum er tekið mið af hæfni, reynslu og umsögnum þannig að það borgar sig að fylla vandlega út umsóknina.

Starfstímabilið er frá lokum maí og fram í byrjun september. Eingöngu er tekið á móti umsóknum á ráðningavef OR, starf.or.is. Einnig er hægt að spyrjast fyrir um störfin gegnum netfangið starf@or.is.

 

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2019.

 

Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. apríl 2019.

Deila starfi