Sérfræðingur í reikningshaldi

Við leitum að framsýnum og lausnamiðuðum sérfræðingi til liðs við teymi sem hefur það hlutverk að sjá um uppgjör, bókhald og verkbókhald allra fyrirtækja OR samstæðunnar. Þetta er tækifæri fyrir metnaðarfulla manneskju sem elskar umbætur og að fá hlutina til að stemma.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Þátttaka í uppgjörum OR og dótturfélaga.
 • Uppgjör á rannsóknarverkefnum, m.a. styrktum af Evrópusambandinu og Rannís.
 • Utanumhald um varanlega rekstrarfjármuni OR.
 • Þátttaka í sjálfvirknivæðingu ferla deildarinnar.
 • Upplýsingagjöf til stjórna dótturfyrirtækja, stjórnenda og annarra hagsmunaaðila.
 • Kennsla og leiðbeiningar til stjórnenda.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistarapróf sem nýtist í starfi, t.d. M.Acc eða sambærilegt.
 • Reynsla af uppgjörsvinnu er nauðsynleg.
 • Frumkvæði og framsýni í faginu.
 • Sjálfstæð vinnubrögð og nákvæmni.
 • Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í ólíkum teymum.
 • Góð kunnátta í Excel.
 • Þekking á Agresso er kostur.

 

Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2019. Við hvetjum karla sérstaklega til að sækja um.*

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is.

 

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.

 

*Þar sem karlar eru í minnihluta starfsfólks hjá Reikningshaldi OR hvetjum við þá sérstaklega, á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, til að sækja um.

Deila starfi