Viltu hjálpa okkur að halda viðskiptavinum í sambandi – alla daga?


Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins sem rekur vatnsveitu, hitaveitur, rafveitu og fráveitu þar sem hver einasti starfsmaður er mikilvægur hlekkur í að veita viðskiptavinum okkar áreiðanlega þjónustu.Öryggi og fagmennska


Við erum fagfólk á líflegum vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað varðar öryggi og vinnuumhverfi. Við leggjum áherslu á að stjórnendur okkar gegni forystuhlutverki í öryggismálum, efli og styðji starfsfólk til góðra verka, sýni virðingu og ábyrgð í samskiptum og heiðarleika í upplýsingagjöf. Við tökum jafnréttið alvarlega og viljum hafa fjölbreyttastan hóp starfsmanna enda erum við með jafnlaunavottun.


Góð starfskjör og aðbúnaður


Hjá okkur færð þú samkeppnishæf starfskjör og allan aðbúnað sem þú þarft. Í starfsstöð okkar að Bæjarhálsi hefur starfsfólk aðgang að vel útbúinni líkamsrækt, frábæru mötuneyti er mannað af fagfólki, rafmagnshleðslustæði fyrir rafbíla og margt fleira til að auðvelda þér lífið og vinnuna.


Öflugt starfsmannafélag og þéttur hópur


Félagslífið er öflugt og erum við með ýmsa klúbba og aðgang að orlofshúsum. Hjá okkur starfa um 170 manns sem vinna þétt saman og taka vel á móti nýju fólki.


Hvernig er að vinna hjá Veitum? • Störf í boði
  • Auglýst störf
   • Engin laus störf

  • Almenn umsókn
  • Sumarstörf
   • Engin laus störf